Í þessum pistli ætla ég að sýna dæmi um hvernig yfirlit húss eða herbergis sést í Home Center 3 stjórntölvunni, með því að sýna dæmi úr raunverulegu kerfi, fyrst og fremst í formi skjámynda. Einnig tek ég dæmi um hvernig stillingar snjallhluts birtast í kerfinu.
Yfirlit húss / herbergis
Þegar maður skráir sig inn í kerfið gegnum vef lendir maður beint á vefsíðu sem sýnir yfirlit yfir öll snjalltæki hússins. Ef maður er búinn að skilgreina mörg herbergi inn í húsið sér maður hvert herbergi fyrir sig. Í þessari mynd hér fyrir neðan er ég búinn að smella á Eldhús í valmyndinni sem er vinstra megin á myndinni. Þá sjáum við alla snjallhluti í eldhúsinu.
Þarna má sjá í efstu röð rofa fyrir ljós, þar sem hringirnir eru. Ef það er grænt er kveikt á ljósinu, ef það er rautt er slökkt á ljósinu. Hægt er að smella á táknin og kveikja eða slökkva á ljósunum þannig. Boxin tvö efst sem byrja á RGB eru stýringar fyrir led litaborða (stendur fyrir red/green/blue), borðarnir eru annars vegar í botni eldhúsinnréttingar og hins vegar í lofti. Ef ég smelli á RGBW led boxið fæ ég fleiri stillingar fyrir hann, get breytt um lit á borðanum, stillt birtustigið og auðvitað kveikt og slökkt á honum:
Ef ég smelli á tannhjólið sem er eiginlega efst á myndinni fer ég yfir í stillingar á þessum snjallhlut. Á myndinni hér fyrir neðan er ég búinn að smella á tannhjólið og lendi þá á General flipa fyrir þennan snjallhlut. Þar get ég m.a. flokkað hlutinn, ég set hann sem dæmi sem Ljósastýringu (sjá Category Lights í neðangreindri mynd).
Ef ég smelli á Advanced flipann get ég séð frekari tækniupplýsingar um hlutinn, ásamt því að stilla hlutverk hlutarins. Athugið að þessar valmyndir geta breyst lítillega milli hluta, eftir því hvaða hlutverki snjallhluturinn gegnir, það er til dæmis ekki alveg eins stillingar fyrir rofa og hitastýringu. Í þessari mynd er einnig hægt að sjá hve mikið rafmagn hluturinn er að nota.
Ef maður fer í næsta flipa, Device configuartion, er hægt að endurstilla hlutinn, það gerir maður yfirleitt ekki nema eitthvað sé að.
Ef maður smellir á næsta flipa, Associations, þá er það til að geta látið snjallhluti vinna saman, það er til dæmis hægt að tengja saman tvo eða fleiri ljósarofa, þannig að ef kveikt eða slökkt er á einum gerist það sama hjá hinum rofunum. Þetta er einnig hægt að gera með því að nota sjálfvirkni hluta kerfisins, þ.e. búa til svokallaðar senur (scenes).
Ef við förum í næsta hluta í flipunu, þá er það Notifications. Þar er hægt að stilla að maður fái skilaboð í símann eða í tölvupóst við ákveðnar aðgerðir. Eins og sjá má á myndinni hér að neðan er fyrir þennan hlut (RGB ljósstýringuna) hægt að fá skilaboð ef ekki næst samband við hlutinn, ef kveikt er á honum eða ef slökkt er á honum. Bæði er hægt að stilla að maður fái skilaboð þegar aðgerðin er gerð eða á reglulegum fresti, sjá myndina. Það er kannski ekki mikil not af þessu fyrir þessa ljósastýringu en ef þetta væri til dæmis hreyfiskynjari er auðvelt að haka í svona box fyrir hann og fá þannig skilaboð þegar gengið er fyrir hann, án nokkurra frekari forritunar.
Ef við förum í næsta flipa, Parameters, þá eru þar allar stillingar sem hægt er að láta þennan ákveðna snjallhlut taka. Svona parametrar eru mjög misjafnir eftir snjallhlutum og þetta er eitthvað sem framleiðandi hlutarins ákveður eða býr til þegar hann framleiðir hlutinn, hvaða stillingar er hægt að nota á hann. Aðrar stillingar sem við sáum áður en gagnvart að stilla stjórnstöðina gagnvart snjallhlutinum, en þetta eru stillingar fyrir snjallhlutinn sjálfan, innan hans.
Þið getið lesið yfir þessa parametra, þarna er til dæmis hægt að stilla hvort að snjallhluturinn geymi hvaða birtustig var þegar slökkt var á honum og kveikt aftur með sama birtustigi í stað þess að kveikja á fullu ljósi en þessi snjallhlutur getur einnig virkað sem dimmer, þ.e. minnkað birtu á led borðanum.
Ef smellt er á síðasta flipann, Preview, sést í rauninni sama og við sáum fyrst, hvernig maður getur séð og stillt birtu og lit með því að draga til punktana í “slidernum”.
Ef við höldum nú áfram með yfirlitsmyndina yfir eldhúsið, sem við byrjuðum á að fara yfir, þá var hún svona:
Við vorum búin að fara yfir efstu röðina, í miðröðinni er fyrst Hue loftljós, það er í rauninni bara Philips Hue ljóspera í loftljósi, peran er af þeirri gerð sem getur sýnt liti. Ef smellt er á að sjá stillingar fyrir það eru þær svona:
Þarna er hægt að kveikja og slökkva, breyta birtu eða lit.
Aftur yfir í yfirlitsmyndina, næst í röðinni eru nokkrir rofar, fyrir ísskáp og vínkæli meðal annars. Takið eftir að í boxunum fyrir neðan heiti hlutanna sést hve mikið rafmagn þeir eru að nota á þeirri stundu. Þetta sést þó einungis á þeim snjallhlutum sem styðja það að senda frá sér upplýsingar um orkunotkun.
Á eftir rofunum sést box fyrir vatnsskynjara sem er undir eldhúsvaskinum, hann fylgist með ef leki kemur upp. Vatnsskynjarar virka þannig að það eru tvær eða fleiri málm””pinnar” sem standa niður úr skynjararnum, hann stendur í rauninna á málmfótum. Ef að það kemur vatn á milli pinnana tilkynnir skynjarinn að kominn sé upp leki.
Það á eftir koma box sem sýna m.a. hita, skynjarinn sem heitir VA1 Ísskápur er inni í ísskápnum og segir hvaða hiti er innan í honum og skynjarinn VA2 Vínkælir segir til um hitastig inni í vínkælisskápnum.
Að lokum er box sem sýnir stýringu fyrir ofn sem er inni í eldhúsinu. Fyrra boxið er til að stilla hitastig ofnsins og seinna boxið er fyrir hitaskynjara sem er staðsettur aðeins í burtu frá ofninum. Virknin er þá þannig að hitastillirinn á ofninum reynir að stilla ofninn þannig að réttur hiti sé mældur við hitaskynjarann, þannig að hitinn er ekki mældur upp við ofninn heldur við hitaskynjarann. Þannig næst jafnari og raunverulegri hiti miðað við að maður sé staddur inni í rýminu, í staðinn fyrir að stilla hitann miðað við hver hann er upp við ofninn eins og hefðbundir ofnastillar eru.
Eins og sjá má er hitinn í eldhúsin of hár miðað við stillingu ofnsins, það er af því að opið er milli eldhúss og stofu og hitinn í stofunni hefur leitað yfir í eldhúsið. Í raun er því enginn hiti á þessum ofni eins og er því hann er að reyna að ná hitanum niður í 19 gráður en hitaskynjarinn segir að hitinn sé töluvert yfir því.
Ef smellt er að sjá stillingar á ofninum sér maður að hægt er að breyta hitanum, að hækka eða lækka hitann í ákveðinn tíma.
Ég er með alla ofna á tímastilltu plani þannig að ef ég vil hækka tímabundið hitann á ofninum gæti ég stillt hann þarna á til dæmis 22 gráður í tvo klukkutíma, eftir það dettur hann aftur í fyrirfram ákveðna tímastillta planið.