Uppsetning á Home Assistant. Hluti 8. Tenging við síma.

Það er mjög hentugt að geta fylgst með og stýrt snjalltækjunum í gegnum snjallsíma. Home assistant er með „official“ app sem heitir í rauninni bara Home Assistant. Appið er gefið út af Nabu Casa Inc. Slóðirnar á appið eru:

Fyrir IOS: https://apps.apple.com/us/app/home-assistant/id1099568401?ls=1

Fyrir Android: https://play.google.com/store/apps/details?id=io.homeassistant.companion.android

Táknmyndin fyrir appið er svona:

Það var útskýrt hvernig hægt er að búa til tengingu inn á Raspberry Pi tölvuna í fyrri pistli, þar sem við notuðum m.a. tengingu við DuckDNS til að finna okkar tölvu þegar við erum komin út fyrir heimanetið.

Ef að þið setjið ekki upp tengingu út af heimilinu eins og útskýrt var þar, þá getið þið engu að síður hlaðið niður þessu appi og náð tengingu við tölvuna heima hjá ykkur án þeirrar uppsetningu. Ókosturinn við það er að þá þurfið þið að borga mánaðargjald, sem er á þessari stundu eru 5 dollarar á mánuð. Þá eruð þið í rauninni að nota skýja þjónustu (en: cloud service) sem höfundar appsins reka. Ef þið setjið hins vegar upp tenginguna út af heimilinu eins og lýst var í pistlinum, þá getið þið hlaðið niður appinu og notað tenginguna  sem þið voruð búin að búa til og þá er ekkert mánaðargjald.

Ég er með Apple síma þannig að leiðbeiningarnar hér á eftir miðast við það, það á þó ekki að vera mikill munur á uppsetningu miðað við Android síma.

Það sem ég geri í rauninni er að opna símann, velja App Store og smella á leitarhnappinn og leita eftir Home Assistant. Þá sé ég appið, sbr. myndina hér fyrir ofan, ég smelli á Get og sæki þannig appið. Þegar það hefur verið sett upp smellum við á Open.

Við smellum hér á Continue:

Ég lenti í vandræðum með að láta forritið leita sjálfkrafa að tölvunni minni, hún fann hana en vildi ekki leyfa mér að tengjast henni, það virkaði hins vegar ef ég smelli hér á „Enter address manually“:

Þar set ég inn slóðina sem ég bjó til á Duck DNS, þ.e. https://xxx.duckdns.org/, þar sem við setjið inn ykkar nafn í staðinn fyrir xxx.  Þá fáið þið upp mynd þar sem er Connect hnappur fyrir miðjum skjá, smellum á hann:

Og síðan Continue:

Og þá þurfum við að skrá okkur inn, við notum sömu innskráningarupplýsingar eins og þegar við erum að skrá okkur inn á kerfið á vefnum.

Þá þurfum við að ákveða hvað við ætlum að leyfa appinu að hafa aðgang að, ég myndi að lágmarki velja Notifications, en í mínu tilfelli leyfði ég Location og Notification og smelli síðan á Continue. Ef þið ætlið að nota síðar aðgerðir sem tengjast staðsetningu ykkar, s.s. að láta kerfið gera eitthvað sjálfkrafa þegar þið komið heim eða farið að heiman getur verið fínt að leyfa staðsetningu (Location) núna, en það er einnig hægt opna fyrir það seinna í símanum:

Þá tengjumst við og fáum upp yfirlit yfir heimilið:

Ef við förum núna yfir í tölvuna okkar og skoðum þetta á vefnum, þá sjáum við að síminn kemur upp í fundin tæki, ef við veljum Configuration í valmyndinni og eftir það Integrations.

Þarna sjáum við símann fyrir miðri mynd, hann heitir þarna Lenovo‘s iPhone.

Ef ég smelli núna á línuna þar sem stendur “1 device“  inni í símaboxinu fæ ég upp grunnupplýsingar um símann:

Og ef ég smelli núna á línuna fyrir símann fæ ég upp nánari upplýsingar um símann og get m.a. bætt honum við Lovelace yfirlitsmyndina.

Ég smelli á Add to Lovelace og fæ þá upp svona mynd:

Ég smelli þá á „Add to Lovelace UI“. Það er þó engin skylda að gera það, þið getið stoppað núna og notað appið án þess að bæta símanum í yfirlitsmyndina.

Ef ég ég bæti þessu þannig í yfirlitsmyndina og fer síðan í Overview í valmyndnni til vinstri sé ég að síminn er kominn þar inn:

Ég smelli núna á takkann með 3 punktunum efst í hægra horni og vel Edit dashboard, þá kemur m.a. blýantur við fyrirsagnirnar efst á skjánum og fyrir hvern kassa á stjórnborðinu koma aukaaðgerðir/texti:

Og fyrir símaspjaldið smelli ég á Edit sem er neðst í vinstra horninu og fæ þá upp svona mynd:

Ég skrifa í Title svæðið „Sími“ en þið getið sett eitthvað annað til að auðkenna hvaða sími þetta er. Síðan tek ég út þau svæði sem mér finnast ekki áhugaverð, með því að smella á X sem er aftast í línunni fyrir hvert svæði og enda með þetta svona:

Og smelli á Close. Loks smelli ég á X-ið sem er fyrir framan Home efst í yfirlitsmyndinni, vinstra megin fyrir miðju.

Þá lítur yfirlitsmyndin mín svona út:

Þar sem ég er með þessa uppsetningu á Home assistant sem prófunaruppsetningu er ég ekki með heimilismeðlimi inn á henni. En sem dæmi um hvað hægt er að gera er að smella aftur á punktana þrjá efst í hægra horninu og velja Edit dashboard. Smella síðan á litla blýantinn sem er fyrir aftan Home, í þeirri línu sem er einnig með appelsínugulan plús fyrir aftan, þ.e. ekki Home sem er í efstu línunni:

Þá fáið þið upp svona mynd, þar smellið þið á Badges sem er miðju valliðurinn í þeim glugga sem þá kemur upp:

Þarna sjáið þið og getið stillt hvað birtist í efstu röðinni í Overview myndinni, þar sem núna eru þrjú kringlótt tákn. Við bætum við símanum sem við vorum að setja upp með því að smella á örina sem er aftast í Entity myndinni neðst, við það opnast fellibox og ég vel símann sem ég var að setja upp, með því að velja „Lenovo‘s iPhone“ þar sem stendur einnig device_tracker við, hérna sjáið þið það komið inn sem fjórða liðinn undir Entities:

Þá sjáum við að síminn bætist við í röðina. Ef við viljum breyta röðinni á hvernig hlutirnir birtast hlið við hlið getum við dregið línurnar upp og niður með því að smella á litlu deplana fremst í hverri línu og dregið línurnar til. Einnig er hægt að eyða hlutum sem eru í þessari línu, til dæmis ef smellt er á X-ið við “binary_sensor.updater” hverfur hann úr þessari línu. Við smellum loks á Save og síðan á X-ið sem er efst fyrir miðri mynd, fyrir framan Home, þá lokast þessi breytingarhamur sem við vorum í.

Ef við viljum breyta hvernig hvaða nöfn birtast fyrir neðan táknin sem við vorum að breyta, í línunni efst, þá getum við til dæmis smellt á Lenovo‘s iPhone táknið, þá kemur upp gluggi fyrir miðjum skjá:

Þar smellum við á tannhjólið sem er efst í hægra horni:

Og þarna breyti ég nafninu (Name Override) í Jón iPhone og smelli síðan á Update niðri í hægra horni, þá lokast myndin og við smellum á X-ið sem er efst í myndinni fyrir framan Home. Þá lítur myndin svona út og komin eðlilegra nafn við símann:

Þarna sést að ég er kominn heim, staðan við símann er Home, þá er miðað við að ég komi innan ákveðins radíus umhverfis þann stað sem ég hef skýrt að sé heima. Síminn notar GPS til á sjá staðsetninguna. Ef þið viljið breyta hvaða svæði er skilgreint sem Home eða bæta við öðru svæði, til dæmis vinnunni ykkar, þá getið þið farið í Configuration og smella þar Zones. Þá fáið þið upp kort af nánasta umhverfi og getið fært til Home svæðið með því að draga það til með músinni. Einnig getið þið smellt á appelsínugula plúsinn sem er neðst í hægra horninu og búið til nýtt svæði, til dæmis fyrir vinnuna ykkar.