Z-Wave staðallinn er þráðlaus samskiptastaðall sem var búinn til fyrir samskipti snjallhluta. Markmið hans er m.a. að búa til umhverfi þar sem áreiðanleg samskipti eiga sér stað og jafnframt að snjallhlutir sem nota staðalinn þurfi ekki mikla orku, þá er verið að hugsa um að margir slíkir hlutir nota batterý. Einnig notar hann í Evrópu tíðni sem er 868,42 MHz, það er tíðni sem er lægri en þráðlausu netin okkar og því rekst hann ekki á það tíðnisvið. Lægri tíðni þýðir minni samskiptahraða en jafnframt að það er auðveldara fyrir lægra tíðnisvið að komast í gegnum fasta hluti s.s. veggi. Hlutir sem nota Z-Wave staðalinn eiga að senda stöðu sína til baka til stjórnstöðvarinnar (móðurstöðvarinnar), þannig að móðurstöðin á alltaf að sýna rétta stöðu hlutarins. Z-Wave staðalinn er strangari en aðrir staðlar að því leiti að vottaðir hlutir eiga að fylgja honum það nákvæmlega að allar stjórnstöðvar sem geta átt samskipti með Z-Wave eiga að geta átt samskipti við Z-Wave snjallhluti án einhverra aðlaganna. Það hefur tekist nokkuð vel að fylgja þessu atriðið eftir þó að maður hafi séð að það hafi ekki alltaf gengið alveg upp.
Til að geta látið Home Assistant eiga samskipti eftir Zwave staðlinum þarf að kaupa viðbótarhlut sem kann að eiga samskipti eftir þeim staðli, yfirleitt usb kubb, sem er stungið inn í eitt af usb tengjunum á Raspberry Pi tölvunni. Ég ákvað að kaupa usb kubb sem heitir Z-Wave.Me. Annar kubbur sem er vinsæll er Aeotec Z-stick.
Það sem við gerum fyrst er að kanna slóðina á þennan Z-Wave kubb ef svo má segja. Við skráum okkur inn á vefviðmót Home Assistant, smellum á Supervisor, síðan á System og síðan bláa “Hardware” hnappinn. Þá kemur upp mynd svipuð og þessi, þið skuluð skrifa hjá ykkur, taka mynd eða skjámynd af textanum sem er undir serial:
Það sem við gerum næst er að stinga kubbnum inn í autt usb port í Raspberry Pi tölvunni. Ég vil helst að tölvan sé endurræst eftir það, það kemur oft í veg fyrir einhverjar óútskýrðar villur.
Þegar búið er að endurræsa tölvuna tengjumst við eins og áður inn á vefviðmót Home Assistant og gerum það sama aftur, smellum á Supervisor, síðan á System og síðan bláa “Hardware” hnappinn. Þá sjáum við að myndin hefur breyst, það er komin ný slóð sem er /dev/ttyACM0. Það er líklegt að sú slóð muni líta eins og hjá þér. Við skrifum hana hjá okkur eða tökum mynd af þessu.
Næst smellum við á Configuration.
Þar smellum við á Integrations og smellum á + hringinn sem er neðst í hægra horninu.
Þá fáum við upp lista yfir ýmsar þjónustur sem við getum notað okkur, við förum neðst í listann þar til við sjáum Z-Wave línu:
Við smellum á hana og bíðum í nokkrar sekúndur, þá fáum við upp svona glugga:
Hér skráum við inn nýju slóðina sem kom upp áðan, þ.e. hjá okkur var hún /dev/ddyACM0 og smellum á SUBMIT.
Það líða nokkar sekúndur og við fáum upp skilaboð að stillingar fyrir Z-Wave hafi verið búnar til.
Til að sjá að allt hafi heppnast skulum við smella á Configuration og síðan Devices. Þá eigum við að sjá að Z-Wave kubburinn er kominn þar í listann.
Nú smellum við aftur á Configuration í valmyndinni. Nú á að vera komið Z-Wave sem neðsta box á þeirri síðu:
Ef þú smellir á það box kemur upp eftirfarandi síða:
Til að bæta við skynjara eða tæki sem getur átt zwave samskipti, þá fylgir hér lýsing á hvernig Fibaro tengli er bætt við, það er tengill sem virkar í rauninni eins og rofi, hann getur kveikt og slökkt á því tæki sem er stungið í tengilinn. Honum er stungið í innstungu og eftir það er rafmagnssnúru þess tækis sem hann á að slökkva og kveikja á stungið í efri enda þessa Fibaro tengils.
Á hliðinni á tenglinum er lítill takki eða hnúður. Allir Z-wave hlutir eru með eitthvað álíka, hnapp eða takka sem maður ýtir með járntein/vír á, til að setja tækið inn á zwave netið eða taka það út af netinu. Ferlið er þannig að stjórnstöðin, í þessu tilfelli Home Assistant, er sett í þá stöðu að hlusta á netið, hvort að eitthvert tæki eða hlutur er að tilkynna sig inn á netið eða út af því (með því að smella á takka eins og minnst var á hér að ofan).
Þannig að í Home Assistant forritinu erum við enn í Z-Wave Network Management skjámyndinni sem við vorum á hér að ofan. Við smellum núna á “Add node” textann á þeirri mynd. Innan nokkurra sekúnda smellum við tiltölulega hratt þrisvar sinnum á takkann í tenglinum, þrisvar sinnum á samtals ca. tveim sekúndum. Þegar maður smellir á Add node hlustar stjórnstöðin á það í um það bil 30 sekúndur hvort einhvert tæki eða hlutir séu að bætast við. Ef allt heppnast hefur tengillinn bæst við og við getum stjórnað honum í framhaldi.
Ef ég smelli á Nodes felli-listann undir “Z-Wave node management” sé ég að nú er komið eitthvað sem heitir “Wall plug” í hann, sem þýðir að þetta hefur heppnast.
Einnig er hægt að fara neðst á skjáinn, þar sem stendurm “OZW Log” og smellum á Load takkann sjáum við færslur í log skránni sem heldur utan um hvað var síðast að gerast á zwave netinu. Það er kannski ekki fyrir óvana að lesa hana en í skránni hér fyrir neðan má sjá skilaboðin “FUNC_ID_ADD_NODE_TO_NETWORK” og í framhaldi “ADD_NODE_STATUS_NODE_FOUND” og enn neðar “ADD_NODE_STATUS_ADDING_SLAVE”. Þetta táknar allt að verið sé að bæta tækinu (tenglinu) við.
Margir sem tjá sig um þennan feril vilja að næst sé smellt á “HEAL NETWORK”, eftir að tækinu hefur verið bætt við. Ég geri það yfirleitt í Home Assistant en í öðrum stjórnstöðum (þ.e. öðrum en Home Assistant) er það ekki venjan.
Ef ég smelli núna á “Overview” í valmyndinni vinstra megin sér maður að tengilinn er kominn inn á tækjalistann:
Þarna má sjá að slökkt er á tenglinum, þ.e. það fer ekki rafmagn til þess tækis sem tengt er við hann. Ef maður smellir á “rofann” sem er fyrir aftan textann “Fibaro system FGWPE/F wall plug gen5 switch” (blár með dökkbláan hring í endanum á myndinni fyrir ofan) verður hann blár og það er kveikt á tenglinum, þannig að það fer rafmagn til þess tækis sem er tengt við hann.
Þessa Overview mynd er hægt að stilla á ýmsan hátt, til dæmis til að sýna hve mörg wött tækið sem tengt er við tengill er að draga, bæði á þeirri stundu og uppsafnað, hægt að sjá línurit yfir það og fleira. En ég fer yfir þessa yfirlitsmynd og hvernig maður breytir henni í pistli seinna.