Hvað er Zigbee? Zigbee er þráðlaus samskiptastaðall, líkt og t.d. WiFi, nema hvað Zigbee staðallinn er um hvernig snjallhlutir tala saman.
Zigbee samskiptaaðferðin er tiltölulega ódýr miðað við aðra slíka staðla þar sem að tölvurásin sem sér um samskiptin, sú sem er í snjallhlutinum, er tiltölulega ódýr að framleiða. Einnig notar hún litla orku og því hentug í hluti sem ganga fyrir batteríum.
Nánar verður fjallað um mismunandi samskiptastaðla snjallhluta í síðari pistlum.
Til að Home Assistant forritið geti átt samskipti við aðra hluti sem tala Zigbee þarf forritið aðgang að vélbúnaði sem er með tölvurás sem kann Zigbee samskipti. Yfirleitt er sá vélbúnaður USB kubbur sem inniheldur þennan vélbúnað. Í þessum pistli fer ég yfir hvernig ég ConBee II USB kubb við Raspberry tölvuna og hvernig það sést í Home Assistant forritinu.
Athugið samt að Home Assistant getur talað við ýmsar “brýr” svo sem Hue brúna. Með brú á ég við stjórnstöð frá viðkomandi framleiðanda, eins og í tilfelli Philips Hue, þá er selur Philips sérstaka brú sem getur talað eftir Zigbee staðlinum við þeirra Hue hluti (ljósaperur/ljós og hreyfiskynjara). Home Assistant er með viðbót sem kann að tala við Hue brúna, brúin sér síðan um að koma skipunum frá Home Assistant áfram til Hue hlutanna. Ef þú ætlar t.d. bara að stjórna Hue perum myndi ég frekar mæla með að nota Hue viðbótina í Home Assistant frekar en að tala beint við Hue hlutina eins og neðangreindar leiðbeiningar sýna.
Þú stingur USB kubbnum einfaldlega inn í autt USB tengi á Raspberry Pi tölvunni.
Að því loknu skráir þú þig inn í Home Assistant vefviðmótið og smellir á Supervisor og eftir það á “System” sem er lengst til hægri í efstu valmyndinni.
Þar skaltu smella á “REBOOT”. Það endurræsir Raspberry Pi tölvuna. Það getur tekið nokkrar mínútur. Á meðan kemur “Connection lost. Reconnecting…” neðst í vinstri hluta vafrans, þú bíður bara rólegur þar til það hverfur, þá er tölvan búin að endurræsa sig.
Ef þú smellir núna aftur á “Supervisor” og á “System” eftir það og loks á bláa “Hardware” hnappinn, þá kemur upp gluggi þar sem þú sérð USB kubbinn, hann er táknaður sem
/dev/serial/by-id/usb-dresden_elektronik_ingenieurtechnik_GmbH_ConBee_II_DE2194944-if00
Svona var þessi mynd áður hjá mér, áður en ég stakk usb kubbnum í samband (það hefur komið inn ný slóð sem er /dev/ttyACM1):
Þá smellir þú aftur á “Supervisor” og núna á flipann “Add-on store” efst fyrir miðri myndinni sem þá kemur upp. Þar smellir þú á “deCONZ” viðbótina.
Þá kemur upp ný skjámynd þar sem þú smellir á INSTALL.
Þú bíður eftir að uppsetningunni ljúki, það getur tekið nokkrar mínútur. Eftir það smellir þú á “Start” fyrir miðri mynd, eða endurræsir Raspberry tölvuna aftur. Ég myndi frekar mæla með að endurræsa. Það þarf sennilega ekki en mér hefur sýnst að endurræsing bæti hlutina yfirleitt
Við smellum núna á Configuration og því næst á Integrations boxið sem þá sést:
Á myndinni sem þá kemur upp smellir þú á appelsínugula plús hnappinn neðst í hægra horninu:
Þá kemur upp skjámynd þar sem þú getur valið um ýmsar þjónustur til að tengast við, þú ferð eiginlega neðst í þá mynd, þar sem þú sérð “Zigbee Home Automation” og smellir á það:
Þá kemur upp mynd þar sem þú getur smellt á fellibox, þú smellir á það og velur ConBee línuna sem þar sést, þú skalt jafnframt taka mynd eða skrifa hjá þér það sem stendur fremst, þ.e. /dev/ttyACM1:
Eftir það smellir þú á “Submit”
Eftir nokkrar sekúndur á kerfið að segja að usb kubburinn hafi fundist:
Þú getur valið á hvaða svæði hann (usb kubburinn) er, það má líka skilja það eftir tómt. Þá smellir þú á Finish.
Þá lokast sprettiglugginn og þú sérð núna að það er kominn Zigbee kassi neðst í myndinni sem við byrjuðum frá:
Nú smellir þú á Supervisor í valmyndinni vinstra megin og síðan á deCONZ kassann í myndinni sem þá kemur upp (það sem við vorum að setja upp í byrjun þessa pistils).
Ef þú smellir á Configuartion, þá að standa “device: null” í línu númer eitt.
Nú skaltu skrifa í staðinn fyrir null þá slóð sem þú tókst mynd af eða skrifaðir niður skv. leiðbeiningum hér að ofan, í mínu tilfelli /dev/ttyACM1. Smella síðan á SAVE.
Nú smellir þú aftur á “Info” í valmyndinni efst og síðan smellir þú á “Open Web UI”. Þá áttu að sjá svona mynd þar sem það er eitt tákn fyrir miðri mynd:
Þú smellir á myndina, þá kemur upp mynd þar sem þú átt að setja nafn á þennan hlut og velja lykilorð:
Þú velur þér eitthvað lykilorð sem þú manst og setur í tvö neðri boxin og smellir á Next, þá kemur upp svona skjámynd, á henni smellir þú á “Proceed without ligths”:
Þá kemur upp mynd sem stendur efst á “Create first group”, þú smellir á X-ið sem er efst í hægra horninu á þeim glugga, x-ið sem er í sömu línu og textinn “Create first group”.
Þá endar þú í svona mynd:
Smelltu nú á þrjár línurnar (sem tákna valmynd) sem eru í vinstra efra horni, rétt fyrir ofan stafina “Phoscon”. Þá færðu upp valmynd, smelltu þar á “Gateway”.
Þá kemur upp svona skjámynd:
Ef það kemur “Not connected” fyrir aftan Firmware, eins og neðangreind síða sýnir, þá er líklegast að það stemmi ekki saman slóðirnar í Configuration (/dev/ttyACM1) og það sem þú valdir í felliboxinu í ZHA sprettiglugganum (popup glugganum) eins og sýnt var fyrir ofan.
Þá erum við í rauninni búin að setja upp þennan samskiptamáta við usb kubbinn sem kann að eiga Zigbee samskipti. Það á þó enn eftir að búa til leið milli þessarar viðbótareiningar fyrir deConz þannig að gögn úr henni flæði yfir í Home Assistant forritið. Áður en ég fer í það ætla ég að setja upp einn skynjara, til að það sjáist síðar hvernig gögn um hann flytjast yfir í Home Assistant kerfið.
Til að prófa, sýni ég hvernig hreyfiskynjari er settur upp, í þessu tilfelli Philips Hue úti-hreyfiskynjari. Svona lítur hann út í umbúðunum.
Og svona er hann þegar búið er að taka hann úr umbúðunum.
Við smellum á Supervisor valmyndina og síðan á deCONZ boxið. Eftir það á “OPEN WEB UI”, síðan á þrjú strikin til að fá upp valmyndina í deCONZ og eftir það á Sensors. Lýsing á þessari leið til að komast í Sensors valmyndina er einnig hér fyrir ofan. Þá eigum við að vera komin í þessa skjámynd:
Við smellum hér á “Add new sensor” og veljum “Philips” í valmyndinni sem þá kemur upp.
Þá er bara um eitt að velja, eins og sést hér að neðan:
Ég smelli á myndina af skynjaranum, þá koma upp eftirfarandi leiðbeiningar:
Til að setja skynjarann í þá stöðu hann deConz kerfið skynji hann þarf að ýta á takka aftan á skynjararnum.
Ég smelli á Setup takkann aftan á skynjaranum, í um 10 sekúndur, eins og leiðbeiningarnar segja. Ljós framan á honum (inni í hvíta hlutanum) blikka fyrst rauðu og enda með því að lýsa grænt í smá stund. Skjámyndin breytist yfir í þetta:
Ég smelli á Ready og þá lokast þessi sprettigluggi og skynjarinn sést í yfirlitsmyndinni:
Ef ég fer hins vegar í yfirlitsmyndina í Home Assistant sést þessi skynjari ekki:
Það er vegna þess að við þurfum í rauninni að koma á samskiptum milli þessa deConz hluta sem við vorum að setja upp og Home Assistant kerfisins. Núna er gott að restarta Raspberry Pi vélinni áður en við höldum áfram, ég hef lent í að fá skrítna villu í næsta skrefi ef það er ekki gert.
Við förum því núna í Configuration í vinstri valmyndinni og smellum þar á Integrations og þá á litla plúsinn sem er í appelsínugulum hring neðst í hægra horninu. Þar finnum við “deConz” og smellum á það.
Á myndinni sem þá birtist smellum við á felliboxið þar sem stendur “Select discovered deConz gateway” og það ætti bara að vera hægt að velja um einn lið í boxinu, við veljum hann.
Þá stendur 172.30.33.1 í boxinu, sennilega eitthvað annað númer í boxinu hjá þér, og við smellum síðan á Submit. Þá verður skjámyndin svona:
Við smellum aftur á Submit í þessari mynd. Við sjáum nú að það hefur bæst við einn kassi í Integrations myndina, kassi sem stendur Phoscon í.
Við förum núna í deConz myndina sem við eigum að vera farin að þekkja núna (Supervisor – deConz – Open Web Ui – línurnar þrjár) og smellum á “Gateway”.
Þar smellum við á “Advanced” hnappinn neðst á síðunni og þá sjáum við þetta:
Þarna þurfum við að smella á “Authenticate app” en lestu áfram, innan 60 sekúndna þurfum við að gera fleira. Eftir að við smellum á “Authenticate app” þurfum við að smella á “Configuration” í valmyndinni vinstra megin á skjánum, þá á “Integrations” á myndinni sem þá kemur upp, síðan á Phoscon kassann sem við vorum að setja upp áðan, velja Configure og síðan Submit. Hér fyrir neðan eru þær tvær skjámyndir sem koma upp við þetta ferli. Á fyrri smellir maður á Submit, athugaðu að þú þarft að vera búinn að smella á “Authenticate app” takkann áður en þú ferð í þessar skjámyndir.
Og hér smellir maður á Finish.
Loks endurræsir maður Raspberry Pi tölvuna.
Ef við skoðum Overview myndina eftir það, þá sjáum við að hreyfiskynjarinn er kominn ekki inn í hana. Það sem við þurfum að gera er til dæmis (það eru til fleiri en leið að þessu) að smella á Configure í vinstri valmyndinni og síðan á Devices. Þá sjáum við hreyfiskynjarann á listanum sem þá kemur upp.
Við smellum á hann, í boxinu Entities smellum við á stafina Add to Lovelace.
Á glugganum sem þá kemur upp smellum við á “Add to Lovelace UI”. Eins og sjá má er staðan á tveim seinni skynjurunum unkown, þ.e. óþekkt. Þetta kemur stundum svona þegar maður er ný búinn að bæta við skynjurum, gildin koma fljótlega upp.
Ef við smellum núna á Overview sjáum við að þessi hreyfiskynjari er kominn á inn á yfirlitið. Það eru rauninni þrír skynjarar í boxinu, það er hreyfiskynjari, hitamælir og birtuskynjari.
Við sjáum að fyrir aftan hreyfiskynjarann stendur Clear, ef ég til dæmis hreyfi hendi fyrir framan hann breytist staðan í Detected.
Þetta getum við notfært okkur til að búa til aðgerðir seinna, til dæmis af ef skynjarinn verður var við hreyfingu, þá kveikjum við ljós. Að búa til aðgerðir verður tekið fyrir í síðari pistlum.