Skráðu þig nú inn í vefviðmótið fyrir Home Assistant. Smelltu á “Supervisor” og síðan “Add-on-store” í valmyndinni efst. Smelltu núna á “File editor” boxið, sem sést vinstra megin á þessari skjámynd.
Í skjámyndinni sem þá kemur upp smellir þú á “INSTALL”
Það getur tekið um mínútu að setja forritið upp, á meðan snýst lítill hringur yfir “INSTALL” textanum. Þegar hann hverfur breytist textinn í “START”. Þú skalt smella á “Start”. Eftir nokkrar sekúndur breytist textinn eins og sést á þessari mynd
Núna skaltu smella á “OPEN WEB UI” sem er hægra megin á skjánum. Þá kemur upp svona skjámynd
Þarna sérðu rétt fyrir neðan bláa borðann að þú ert með skrána “/config/configuration.yaml” opna. Við förum ekki dýpra í þetta að sinni en þessari skrá þarftu að breyta í næsta hluta þar sem fjallað er um að tengjast Home Assistant kerfinu utan netsins sem þú ert með heima, til dæmis ef þú vilt skoða kerfið þegar þú ert í vinnunni.