Lýsing
Led ljósaborðastýring RGB og CCT – dimmer
Skv. Zigbee 3.0 staðlinum. IP20.
RGB og CCT dimmer.
Getur unnið á DC spennu 12-24 volt
Hægt að tengja inn á Philips Hue brú.
Þetta er bara stýrikubbur, það fylgir ekki með spennubreytir eða ljósaborði. Athugið að klippa getur þurft á vírendana á ljósaborðanum og afeinangra þá til að geta stungið vírendunum frá ljósaborðanum í samband við stýrikubbinn. Sama gildir um vírana frá spennubreytinum, það þarf að vera hægt að stinga þeim í V+ og V- tengin. Einnig er hægt í staðinn að nota spennubreyti sem er með P1M tengi, það tengi passar til að stinga í “Input” tengið.
Mesta álag 270W eða 5A.
Stærð 23,5 x 48 x 89mm.
Hvað er RGB?
RBG stendur fyrir rautt, blátt og grænt. RGB ljós eru með 3 led kubba (chips). Það gefur möguleika á að blanda þeim saman og búa til allt að 16 milljón mismunandi liti.
Hvað er RGBW?
RBGW stendur fyrir rautt, blátt, grænt og hvítt (white). RGBW ljós eru með 4 led kubba (chips). Með því að hafa aukalega hvítan kubb er hægt að ná betri hvítum lit en ef maður reynir að ná hvítum með því að blanda saman RGB.
Hvað er CCT?
CCT má segja að standi fyrir litahitastig (correlated color temperature).
Litahitastigið er milli 2700 og 6500 kelvin og hægt er að stilla það með þessum stýrikubbi. “Heitt” ljós er lægst á skalanum en “kalt” ljós efst, sjá nánar skýringarmynd sem fylgir vörumyndinni á þessari síðu.
Ljósaborðinn þarf að vera sérstaklega gerður fyrir að geta stýrt CCT, þ.e. vera með aukavír sem er fyrir C (sjá tengipunktana fyrir ljósaborðann á vörumyndinni á þessari síðu).