Lýsing
Led ljósaborðastýring RGB og RGBW – dimmer
Skv. Zigbee 3.0 staðlinum. IP20.
RGB og RGBW dimmer.
Getur unnið á DC spennu 12-24-36-48-54 volt
Hægt að tengja inn á Philips Hue brú.
Þetta er bara stýrikubbur, það fylgir ekki með spennubreytir eða ljósaborði. Athugið að klippa getur þurft á vírendana á ljósaborðanum og afeinangra þá til að geta stungið vírendunum frá ljósaborðanum í samband við stýrikubbinn. Sama gildir um vírana frá spennubreytinum, það þarf að vera hægt að stinga þeim í V+ og V- tengin. Einnig er hægt í staðinn að nota spennubreyti sem er með P1M tengi, það tengi passar til að stinga í “Input” tengið.
Mesta álag 270W eða 5A.
Stærð 23,5 x 48 x 89mm.
Hvað er RGB?
RBG stendur fyrir rautt, blátt og grænt. RGB ljós eru með 3 led kubba (chips). Það gefur möguleika á að blanda þeim saman og búa til allt að 16 milljón mismunandi liti.
Hvað er RGBW?
RBGW stendur fyrir rautt, blátt, grænt og hvítt (white). RGBW ljós eru með 4 led kubba (chips). Með því að hafa aukalega hvítan kubb er hægt að ná betri hvítum lit en ef maður reynir að ná hvítum með því að blanda saman RGB.